Átti 2024 að vera árið þitt?
Árið þar sem þú settir þig í 1.sæti og gerðir eitthvað bara fyrir þig?
Árið þar sem þú hættir að fórna allri þinni orku í að hlúa að öðrum en þér?
En árið er búið að líða hratt og þú ert hugsanlega ekki komin á þann stað ennþá...
En hey...það eru enn nokkrir mánuðir eftir af árinu og þú hefur ennþá tíma til að gera þetta þitt besta ár. Læra að sjá þitt virði, forgangsraða þér og taka fyrsta skrefið í að elska sjálfa þig meira. Taktu skrefið og skráðu þig á þetta 12 vikna námskeið sem hefst 7.september 2024.
Uppselt er á þetta námskeið og ekki ljóst hvenær næsta námskeið hefst.
Fylgstu með og skráðu þig á póstlistann minn til að missa ekki af.
Guðlaug
Þetta er besta námskeið sem ég hef farið á og hefur hjálpað mér hvað mest af öllu sem ég hef prófað!
Olga
Hef fengið meiri ró í hugann og innra með mér, þykir vænna um mig sjálfa og má taka pláss, VERA ÉG!"
Gugga
Ég er búin að setja það sem ég lærði í rútínuna og þetta hefur strax hjálpað mér.
María
Þvílíkar uppgvötanir á líðan minni í gegnum tíðina og hvað það var sem olli því. Ég finn hvað ég er mun jákvæðari og léttari í lund.
Þú veist að þú þarft að setja þig oftar í forgang en þér tekst það ekki því það er svo margt annað sem þarf að gera fyrst...
Þér líður vel að vera góð manneskja og hjálpa öðrum, en þú ert þreytt og orkulaus, því þú ert alltaf á fullu að gera fyrir aðra. Þú upplifir að þú sért sjálfselsk manneskja ef þú setur þig í forgang og segir nei oftar.
Einstaka sinnum gerir þú eitthvað fyrir þig. Þú nýtur þess og langar að hafa það sem vana, en einhvern veginn nærðu ekki að halda það út. Þarfir annarra eru einhvern veginn miklu mikilvægari og fyrr en varir er dagurinn liðinn án þess að þú hafir gert það sem þú ætlaðir fyrir þig.
Þú ert klár og metnaðarfull og úrræða góð og þú ert alltaf tilbúin að rétta öðrum hjálparhönd þegar á þarf að halda. En þegar kemur að þér finnst þér þú föst, það breytist ekkert og þú finnur að orkan þín er á þrotum. Þú veist þú átt betra skilið og þú veist að þínar þarfir eru líka mikilvægar, en einhvern veginn nærðu ekki að halda út, þegar þú ætlar að gera eitthvað fyrir þig. Þú hefur eytt fullt af peningum í að byrja á nýju mataræði, nýju sjálfsræktarnámskeiði, nýju námskeiði í ræktinni, nýrri venju sem mun gera þér gott. En þú heldur ekki út og fyrr en varir ertu ekki lengur að reyna einu sinni.
Þínar þarfir eru eins mikilvægar og þinna nánustu!
Hvort sem þú ert heimavinnandi, útivinnandi, móðir, faðir, dóttir, sonur, amma eða afi máttu vita að þínar þarfir eru alveg jafn mikilvægar og þú þarft að læra að forgangsraða þér eins og öðrum.
Því trúðu mér þú ert mikilvæg manneskja, þú hefur nóg að gefa, þú getur verið fyrir aðra þrátt fyrir að virða þínar þarfir og þú átt skilið að upplifa að þú sért nóg og þú sért þess virði.
Viltu vita HVAR þú átt að byrja?
HVAÐ þú þarft að gera?
og HVAÐA skref þú þarft að taka til að breyta lífi þínu til hins betra og lifa fyrir þig líka?
Þá þarftu að vita eftirfarandi….
Það er tvennt sem þú þarft til fara í þessa vinnu:
-
Viljinn til að læra að standa virkilega með þér
-
Að vera reiðubúin til að taka ábyrgð á þínu eigin lífi
Ég er að tala af eigin reynslu, þegar ég lærði að standa með mér en á sama tíma koma fram af kærleika og virðingu og var reiðubúin að taka ábyrgð á mínu lífi og sjá að ég hef val, þá breyttist líf mitt á magnaðann hátt.
Fyrir 9 árum, áður en ég byrjaði í minni sjálfsvinnu og ákvað að velja mig, var ég þarna líka.
Mér fannst ég vera fórnarlamb og mér fannst ég ekki geta tekið stjórnina á mínu lífi. Ég þorði ekki að vera ég. Ég var sú sem ég hélt að aðrir vildu að ég væri. Ég var mjög góð og dugleg og samviskusöm og er það enn í dag. En ég hef lært að standa með mér og átta mig á að ég get líka hugsað vel um mig eins og aðra. Munurinn er sá að ég ber ábyrgð á mér og get því valið hvað ég geri á réttum forsendum.
Það sem ég lærði var nefnilega það, að ég var með gamla hugsanavillu í undirmeðvitund minni sem ég þurfti að losa mig við. Ég þurfti að losa mig við hana, því hún var að segja mér að ég væri ekki nógu góð. Meðvitað vissi ég samt allan tímann að ég væri nógu góð. En ég vissi ekki að eitthvað síðan ég var barn, gæti haft svona mikil áhrif á mig, áhrif á undirmeðvitund mína langt fram á fullorðinsár.
Ég lærði að leysa upp þessa gömlu trú og tilfinningarnar sem fylgdu henni, því þær voru fastar og voru endurtekið að koma upp á yfirborðið og setja mig út af laginu. Skapa vanlíðan og halda mér einhvern veginn fastri. Ég losaði mig við samviskubitið, skömmina og þörfina fyrir að þurfa viðurkenningu frá öðrum.
Það var þvílíkt frelsi sem ég upplifði þegar ég áttaði mig á hvað var í gangi og ég gat losað mig við þetta. Fólk er alltaf að segja mér í dag að ég geisli af hamingju, ég hafi breyst svo mikið. Það er af því að í dag þori ég að vera ég sjálf með öllum mínum kostum og göllum og er stolt af því að vera ég. Með réttu hjálpinni getur þú líka tekið skrefið og haft þor til að vera þú.
Líf þitt byrjar að breytast þegar þú ert tilbúin að sjá hver þú ert í dag, lærir að bera virðingu fyrir þér og sína þér sömu umhyggju og kærleika og þú sínir öðrum.
Láttu árið 2024 vera þitt ár, taktu fyrsta skrefið í átt að þínu besta lífi.
AF HVERJU ÆTTIR ÞÚ AÐ VELJA ÞETTA NÁMSKEIÐ?
Hvað ef ég segi þér að ég mun styðja þig alla leið
Ég þekki sjálf að kaupa námskeið aftur og aftur en fylgja því svo ekki eftir og nýta mér þau ekki. Það þarf hellings sjálfsaga að ætla að vinna í sjálfum sér án stuðnings. Þess vegna er þetta námskeið öðrvísi, því ég ætla að styðja þig alla leið!
Þetta námskeið er heilstæð lausn
Í minni eigin sjálfsvinnu og við að styðja aðra sem kennari, dáleiðari eða leiðbeinandi, hef ég áttað mig á því að til að komast þangað að þora að vera maður sjálfur er ekki nóg að losa sig við neikvæðara tilfinningar eða breyta hugsanahætti sínum. Til að ná fram breytingu til lengri tíma, þurfum við líka að komast í meðvitund og hækka grunnorkuna okkar. Þetta þarf allt að spila saman og það gerum við í þessu námskeiði.
Hvað ef þú lætur verða af því að gera þetta fyrir þig ...
Þú munt...
-
öðlast meira sjálfstraust
-
sjá virði þitt og standa með þér
-
setja heilbrigð mörk og standa við þau
-
sleppa tökunum á gömlum tilfinningum sem hafa elt þig allt of lengi
-
getur sleppt samviskubitinu
-
hugsa öðrvísi og vera jákvæðari
-
verða þinn besti vinur
-
þekkja innsæið þitt
-
verða meðvitaðari
-
sína samkennd í staðinn fyrir að finna til með fólki þannig það hafi áhrif á þitt líf
-
læra að koma fram við þig og aðra út frá kærleika og virðingu - Alltaf
-
sjá allt í þínu lífi í öðru ljósi og þú munt skilja það miklu betur
Hljómar þetta of gott til að vera satt?
Ég verð að segja þér að þetta verður ekki það auðveldasta sem þú ákveður að gera í lífinu, en þetta verður svo þess virði. Þegar þú tekur ábyrgð á þér og stendur með þér, hlustar á hjarta þitt og elskar þig skilyrðislaust með öllum þínum kostum og göllum, muntu upplifa frelsi og hamingju. Frelsi til að vera þú, þessi frábæra og stórkostlega manneskja sem þú ert og þá fylgir hamingjan með.
Sama hversu góður eða slæmur nemandi þú hefur verið hingað til, allt sem þú þarft í þetta ,,nám" er viljinn til að standa með þér, þá mun ég styðja þig allan tímann og þú lærir aðferðir sem þú getur nýtt þér allt þitt líf.
Ef þú ert til í að standa með þér, velja þig, þora að vera þú, er þetta námskeið fyrir þig!
Hvernig leið mér áður en ég byrjaði a námskeiðinu:
Ég var þreytt, orkulaus, týnd og á endalausu orkusparandi kerfi, eins og autopilot.
Ég er öryrki (en í smá vinnu núna) og búin að vera flautuð útaf í nokkur ár. Missti móðir, föður og son (sjálfsvíg) á einu og hálfu ári svo ég er með mikla áfallastreitu. Er greind með þunglyndi og kvíða og er búin að leita lengi leiða til að styrkja mig. Komst að hjá sálfræðingi í haust og datt svo um þetta námskeið í vor sem mér fannst snilldar viðbót. Á sama tíma fór ég í gegnum ADHD greiningu. Já mikið að gera en allt sem leiðir að sama brunni - ég og mitt sjálfstraust.
Í dag líður mér miklu betur, hef grætt mikið á þessu námskeiði, er komin á ADHD lyf og heimurinn hefur hægt á sér. Ég er upptekin af því að skoða sjálfa mig ( hef aldrei verið áður í fyrsta sæti) og sjá hvernig ég bregst við - að ég hef ábyrgð á því hvernig ég vel að taka á móti öðrum.
Ég hef lært mikið um sjálfa mig, eða réttara sagt hef alltaf verið mjög hugsandi hvernig hegðun hefur áhrif og námskeiðið hefur hjálpað mér að ná fókus, vera meðvituð og safna saman þeirri þekkingu sem ég hef og hjálpað mér að nýta hana betur. Ég hef þá skoðun og hef alltaf haft, að þetta snýst um að vera með meðvitund - maður sé meðvitaður um lífið og það sem er að gerast - en sé ekki alltaf á sjálfsstýringu.
Ég hef meira sjálfstraust en áður, þar hjálpaði námskeiðið mikið því ég fann að ég var bara helv. góð þrátt fyrir allt. Ég met sjálfa mig meira en áður og er meðvitað farin að setja mig í 1. sæti og það er stórt skref fyrir alla í kringum mig, ekki allir jafn ánægðir og ég með það. En vegferðin er rétt að byrja, 3 mánuðir eru í raun stuttur tími þegar maður hefur verið týndur í mörg ár svo ég er þolinmóð og stolt af því hvert ég er komin og ætla mer stærri hluti.
Þetta námskeið hefur hjálpað mér mikið að koma lagi á hugsanir mínar, safna saman þekkingu sem ég hafði fyrir og komið mér á þann stað að ég er farin að nýta mér þetta meðvitað í daglegu lífi. Ég mun nýta mér áfram það sem ég hef lært hjá þér og mun sakna þess að geta ekki flett aftur upp til að minna mig á og æfa aftur hluti sem ég lærði, svona eins og maður rifjar upp skyndihjálp reglulega svo maður detti ekki úr æfingu. Gott að hafa aðgang í heilann mánuð eftir að námskeiðinu lýkur.
Einnig mun ég styðja mig við þá dagbók sem ég hef haldið um vegferðina.
Mín upplifun er að alls staðar hef ég náð árangri og þetta námskeið hefur hjálpað mér mikið.
Ég er glaðari, meðvitaðri og á auðveldara með allt daglegt líf. Þori meira að vera ég sjálf, hef betra sjálfstraust og tekst auðvelda á við alls kyns áskoranir og áreiti. Ég er frábær og á allt gott skilið - er mantra sem ég hef tileinkað mér til að halda fókus.
Takk fyrir frábæra leiðsögn og meiriháttar námskeið - SIS
Ég er Björk Ben
Mín ástríða í lífinu er að kenna öllum sem vilja, að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Takast á við skugga sína og þora að vera þú sjálf!
Ég haf lengi haft mikinn áhuga á sjálfshjálp og langað að breyta mínu lífi þannig ég væri hamingjsöm, stæði með mér og liði vel flesta daga.
Fyrir 8 árum kynntist ég námskeiðinu ,,Lærðu að elska þig" þar sem ég lærði að standa með sjálfri mér og forgangsraða mér. Velja mig og sjá mitt virði. Ég fór að þora að vera ég ALLTAF.
Líf mitt breyttist svo mikið að ég ákvað að læra að kenna hana sjálf. Ég mæli með að allir fari í gegnum álíka vinnu og ,,Lærðu að elska þig", ég vildi óska að börnunum okkar væri kennd þannig sjálfsvinna í grunnskólum landsins því allir ættu að elska sig og þora að vera þeir sjálfir.
Ég hef síðan kennt öðrum að læra að elska sig, ásamt því að hafa bætt við mig þekkingu eins og dáleiðslumeðferð (RTT), hugleiðslukennaranum, EFT Tapping tækni, jákvæðri sálfræði og fleiru sem mér finnst hafa skipt miklu máli í minni sjálfsvinnu.
Það tekur 10 til 12 mánuði að fara í gegnum námskeiðið ,,Lærðu að elska þig" en það er mikill hraði í nútíma samfélagi og mín reynsla er sú að fólk er síður til í að skuldbinda sig í svo langan tíma í sjálfshjálparprógram a.m.k. til að byrja með, en er frekar til í að fara í styttri og hintmiðari vinnu.
Ég ákvað því að setja saman þetta námskeið, þar sem ég dreg saman það sem hefur virkað best út frá minni reynslu sem nemandi og kennari. Námskeið þar sem markmiðið er að hjálpa þér að forgangsraða þér og standa með þér og elska þig skilyrðislaust.
Úr varð 12 vikna hnitmiðað námskeið þar sem þú lærir að byggja upp sjálfvirðingu þína, sjálfstraustið þitt og standa með þér. Sleppa tökunum á því sem þú þarft ekki lengur og verða meðvitaðari en þú hefur upplifað áður. Fylgja innsæinu þínu!
En hvernig getur þú metið hvort þetta námskeið sé eitthvað fyrir þig?
Ef þú tengir við eitthvað af því sem er hér fyrir neðan, er þetta námskeið svo sannarlega fyrir þig
Þú hefur aldrei tíma fyrir þig
Þú ert staðráðin í að gera eitthvað fyrir þig, þú veist að þú átt það skilið. En einhvern veginn þá þjóta dagarnir hjá og það er aldrei tími fyrir það sem þig langar að gera. Þarfir annarra eru alltaf í forgangi. Dagar, vikur og mánuðir líða án þess að þú komist í að gera eitthvað fyrir þig. Með breytingu á hugarfari, meira sjálfstrausti og meiri tengingu við þig, getur þú séð betur að þú skiptir líka máli, en þú veist ekki hvernig þú átt að fara að því.
Þú ert sífellt með samviskubit, samt ertu alltaf á fullu að gera fyrir aðra
Þegar þú varst barn var þér kennt að vera ekki sjálfhverf/-ur eða sjálfsselsk/-ur og hvað þá sýna leti þegar þú varst beðin um eitthvað. Afleiðing þessa er sú að þú upplifir eilíft samviskubit ef þú ert ekki að gera eitthvað fyrir aðra. Það gefur þér smá ró og þér finnst þú vera góð í smá stund. En þú veist samt innst inni að þínar þarfir eru líka mikilvægar og þú getur sett þig í forgang líka. Þú veist bara ekki hvernig þú gerir það án þess að særa einhvern með því að segja nei þegar þú ert beðin um að gera eitthvað. Eða finnast þú sjálfselsk/-ur ef þú hreinlega eyðir tíma eða peningum í þig og engan annan.
Þú ert komin með nóg af því að lifa fyrir aðra en þig
Þú ert þreytt og orkulaus og þú ert komin með nóg af því að lifa bara fyrir aðra en ekki þig. Þér finnst fólkið þitt taka þér sem sjálfsögðum hlut og þú færð aldrei neitt til baka. Þér finnst lífið geti ekki átt að vera svona erfitt, en þig vantar stuðnging til að geta staðið með þér, eflt sjálfstraustið þitt og séð betur virði þitt.
Þér finnst þú vera föst í lífinu
Reglulega seturðu þér markmið um að breyta, setja þig í meiri forgang en einhvern veginn gerist það ekki. Þér finnst þú hafir ekki stuðning til þess og þú veist ekki hvernig þú átt að fara að því. Þú upplifir að vera föst/fastur í einhverju mynstri sem kemur í veg fyrir að þú fáir að vera þú! Þig langar svo að breyta þessu en þér finnst þú vera búin að reyna allt en það gerist ekki.
Þú varðst fyrir áfalli og hefur ekki náð að skilja við það á einhvern hátt
Fyrir einhverjum tíma síðan varðstu fyrir áfalli, stóru eða smáu og einhvern veginn lifir það svo sterkt inn í þér að það er orðið að hindrun í þínu lífi. Þú upplifir kvíða og ótta á ólíklegustu stöðum og þunglyndi þess á milli, því þetta atvik er alltaf að poppa upp hjá þér. Þig langar að losa þig við áhrifin undan því en þú veist ekki hvernig.
Sannleikurinn er sá að ef þú ert tilbúin
GET ÉG HJÁLPAÐ ÞÉR
Ef þú ert tilbúin að skuldbinda þig til að vinna vel í þessar vikur sem námskeiðið er, mun líf þitt aldrei verða eins aftur.
Það er undir þér komið, og bara þér, að taka ábyrgð á þér og breyta þínu lífi
Allt sem þú þarft er
viljinn til að velja þig og gefa þér 10-30 mín. á dag í sjálfsvinnuna
Þóra Margrét
Ég hef meiri stjórn á eigin lífi, ég er að læra að setja mörk, ég kem mikið betur fram við sjálfa mig og þori að vera ég sjálf.
María
Ég hef lært að ég get treyst innsæi mínu, ég get treyst sjálfri mér til að taka ákvarðanir fyrir mig sjálfa. Ég er sáttari við mig þar sem ég er og veit hvað ég stend fyrir.
Jóna
Þetta námskeið er búið að breyta miklu fyrir mig. Ég ber meiri virðingu fyrir mér og mínum tíma, leyfi fólki ekki að ráðskast með mig eins og gerðist stundum áður.
Kristín María
Ég hef mikilu meiri trú á sjálfri mér og er full af þakklæti, met mig meira og stend miklu betur með mér.
ÞAÐ SEM ÞÚ LÆRIR Á NÁMSKEIÐINU
Vika 1
HVER ERT ÞÚ
Til þess að komast einhvert annað þurfum við að vita hvar við erum núna. Þessa viku ætlar þú að kynnast þér betur og skoða hvar þú ert og hver þú ert virkilega.
Vika 2
SJÁÐU ÞIG Í NÝJU LJÓSI
Við höfum öll fullt af frábærum eiginleikum en við erum oft ekki góð í að tileinka okkur að nýta þá, sérstaklega þegar kemur að okkur sjálfum. Hér tekur þú strax, fyrstu skrefin í að auka sjálfsvirði og sjálfstraust þitt.
Vika 3
HÆKKAÐU ORKUNA ÞÍNA
Grunnorkan okkar er mælikvarði á hvernig okkur líður, hversu jákvæð við erum. Þú lærir allt um þessa orku og hvernig hún virkar og við vinnum með að hækka orkuna þína og gera hana jákvæðari og þar af leiðandi, bæta líðan þína.
Vika 4
KENNARARNIR ÞÍNIR
Hvað á ég að læra í þessu lífi? Þú lærir að koma auga á hvaða atburðir og fólk eru hér til að kenna þér á lífið og þú ferð að sjá lífið í öðru ljósi.
Vika 5
HUGSANIR ÞÍNAR
Við finnum út hvaða hugsanir það eru sem þú ert að segja þér alla daga sem eru hindranir í þínu lífi. Trú á sjálfri/sálfum þér sem þú ert búin að búa þér til ómeðvitað en er þér alls ekki gagnleg heldur skaðleg. Og þú lærir að breyta þessum hugsunum í uppbyggilegar hugsanir í staðinn.
Vika 6
TILFINNINGARNAR ÞÍNAR
Við höfum öll allskonar tilfinningar, en sumar sitja fastar og heltaka okkur í stað þess að koma og fara. T.d. samviskubitið sem við þekkjum svo vel, skömm, vanvirðing eða höfnun. Í þessari viku skoðum við hvaða tilfinningar þú hefur fastar svo þú getir losað þig við þær.
Vika 7
SLEPPTU TÖKUNUM
Í þessari viku ætlar þú að læra að sleppa tökunum af því sem þú þarft ekki, óuppbyggilegum hugsunum, föstum tilfinningum og vana sem truflar þig. Þvílíkt frelsi sem þú upplifir þegar þú losar þig við þessar hindranir í þínu lífi!
Vika 8
NÚ SKIL ÉG
Að vita og skilja er ótrúlegt vald og það að vita og skilja hvernig og af hverju manni líður eins og manni líður er ótrúlega frelsandi og gefur manni færi á að taka ábyrgð á eigin líðan. Þú lærir að sjá að þú átt alltaf val um hvaða áhrif atburðir og fólk hefur á þig.
Vika 9
KÆRLEIKUR OG VIRÐING
Þegar við komum fram við okkur sjálf og aðra af kærleika, virðingu og heiðarleika, líður okkur vel og aðrir upplifa góða nærveru okkar. Grunnorkan okkar er há og við erum við sjálf. Þú lærir að koma fram af kærleika og virðingu við þig og aðra.
Vika 10
INNSÆIÐ ÞITT
Innsæið er eini áttavitinn sem við þurfum í lífinu. Segir okkur alltaf satt og rétt frá og er alltaf að reyna að segja okkur til. Þú lærir að finna þitt innsæi og fara eftir því.
Vika 11
MEÐVITUND
Þegar við getum verið hér og nú, lifað í nútíð en ekki framtíð eða fortíð, erum við meðvituð, við njótum líðandi stundar og við upplifum vellíðan. Í þessari viku lærir þú einmitt það.
Vika 12
ÉG STEND MEÐ MÉR
Síðasta vikan í námskeiðinu er mjög mikilvæg, því þá ætlar þú að fara yfir hvar þú ert síðan á fyrsta degi. Sjá hvað þú hefur breytt þínu lífi og hversu mikið sjálfstraust þitt hefur aukist og þú sérð hvað þú ert mikilsvirði. Nú kanntu margar leiðir til að takast á við lífið, sem þú getur nýtt þér þegar þú þarft!
HNITMIÐAÐ, KRÖFTUGT OG ÁRANGURSRÍKT
Þetta námskeið er alvöru sjálfsvinna þar sem þú virkilega munt finna breytingar á þinni líðan ef þú vinnur námskeiðið samviskulega. Það skiptir ekki máli hvar þú ert stödd/staddur í þinni sjálfsvinnu í dag, hvort þú ert búin að fara í gegnum þerapíu eða ekki.
Aðhaldið og æfingarnar munu hjálpa þér að öðlast enn betra líf.
Námskeiðið er 12 vikur af öflugri sjálfsvinnu sem hjálpar þér að komast á betri stað en þú hefur verið á lengi.
NÝTT EFNI í HVERRI VIKU
Á hverjum laugardegi færðu aðgang af meiri fróðleik og fleiri og fleiri verkfæri bætast í safnið sem þú getur nýtt þér til að takast á við lífið á nýjan og jákvæðari hátt.
Með hverri vikunni eflist sjálfstraustið þitt og þú ferð að elska þig meira og hugsa betur um þig.
VIKULEGUR TÍMI FYRIR SPURNINGAR OG SVÖR
Einu sinni í viku verð ég með umræðu- og spurningatíma í beinni og svara öllum spurningum sem ég get
Það er engin spurning of heimskuleg eða skrítin.
Tímarnir eru teknir upp og aðgengilegir á meðan á námskeiðinu stendur og nemendur hafa upplifað mikinn stuðning af því að mæta í þessa íma eða hlusta á þá eftir á, ef þeir hafa ekki komist.
KENNSLUSKIPULAG
Námskeiðið fer fram inn á samfélagi Björk Ben á Mighty Network. Það er einfalt í notkun og svipar til Facebook. Það er hægt að opna það í tölvu, síma eða hvaða snjalltæki sem er, þú getur því lært hvenær og hvar sem er.
Fljótlega eftir að þú skráir þig færðu boð um aðgang að samfélaginu þar sem námskeiðið fer fram og getur byrjað að skoða efnið þar inni.
STUÐNINGUR ALLAN TÍMANN
Þú verður partur af hópi nemenda sem eru í samskonar sjálfsvinnu og þú, þar sem allir koma fram af kærleika og virðingu og eru tilbúnir að styðja hvern annan í þessari vegferð.
Fyrir utan vikulegan umræðu- og spurningatíma, hefur þú aðgang að mér, kennaranum þínum, allan tímann. Þú getur sent mér skilaboð inn á samfélaginu þar sem námskeiðið fer fram, tölvupóst eða sett á vegginn einhverja spurningu og ég mun svara eins fljótt og ég get eftir bestu vitund.
Ertu ekki viss um hvort þú sért tilbúin til að fara á svona námskeið?
Þá langar mig að benda þér á að ef þú ert haldin lágu sjálfsmati eða hefur litla sjálfsvirðingu, er eðlilegt að upplifa að þú sért ekki tilbúin. Ef þú hefur litla trú á þér, þá muntu líklega ekki hafa hugrekki til að takast á við þessa vinnu, sem aftur hefur þau áhrif að sjálfsmat þitt og sjálfsvirðing heldur áfram að vera lítil, sem er virkilega sorglegt, því þetta námskeið snýst einmitt um að auka þessa hluti.
Sumir eru með frestunaráráttu og finnst þeir aldrei tilbúnir. En þá er gott að muna að það er bara hugurinn þinn sem er að reyna að fá þig til að halda áfram að vera þar sem þú ert í dag, föst/fastur og í vanlíðan. Hugurinn telur það nefnilega öruggast, af því hann þekkir það best.
Sumir eru með fullkomnunaráráttu og þá er líklegt að óttinn við að mistakast og gefast upp komi fram, þegar taka á ákvörðun um hvort þetta námskeið sé málið. Sá ótti snýst um að finnast maður ekki vera nóg ef maður gefst upp eða mistekst. Þetta námskeið mun klárlega færa þig nær því að finnast þú nóg og það er mjög spennandi og krefst hugrekkis að takast á við sjálfa/-ann sig á þann hátt sem námskeiðið býður upp á. Öllu hugrekki fylgir ótti, heilbrigður ótti sem snýst um að þurfa að stíga út fyrir þægindarammann sinn, en sá ótti er aldrei hættulegur og það er aldrei raunveruleg hætta á ferðum.
Ef þú óttast að þetta námskeið verði of mikil vinna og þú komist ekki yfir það, er það óþarfi. Ég mun passa að drekkja þér alls ekki í verkefnum eða efni til að fara yfir, 30 mín. á dag er algert hámark sem þú þarft að leggja í námið.
Ef þú upplifir einhvern tímann að þú ert föst/fastur, hefur þú tækifæri til að ræða það við mig beint eða á vikulegum fundunum okkar í beinni.
Og mundu að það fellur enginn á þessu námskeiði og það er engin röng leið í gegnum sjálfsvinnu.
,,VERTU ÞÚ" er fyrir þig ef...
-
Þú ert tilbúin að velja ÞIG!
-
Þú vilt virkilega sjá virði þitt, efla sjálfstraustið þitt og finnast þú fullkomlega nóg
-
Þú vilt læra að forgangsraða þér líka og breyta lífi þínu til hins betra
-
Þú ert tilbúin að vinna samviskulega heimavinnuna þína á námskeiðinu á hverjum degi
-
Þinn tími er komin, núna er komið að þér að gefa þér þetta námskeið og virkilega ert tilbúin að vinna þá vinnu sem þarf til að þér líði betur
,,VERTU ÞÚ" er ekki fyrir þig ef...
-
Þú ert ekki tilbúin að leggja á þig 30 mín. á dag, í þessar 12 viku, þar sem þú setur þig í forgang
-
Þú trúir ekki að þú eigir betra skilið en líf þitt er í dag
-
Þú tímir ekki að fjárfesta í þinni eigin hamingju
-
Þú getur hjálpað þér sjálf/-ur og upplifir að þú þurfir ekki stuðning við að fara í gegnum svona námskeið
-
Þú telur að sjálfsvinna snúist um að horfa eða hlusta á aðra tala og þú þurfir ekkert að gera sjálf/-ur
Skráning á námskeiðið er bindandi
Ég trúi því að möguleiki á að fá endurgreitt eftir að námskeiðið hefst sé afsökun fyrir þig til að gefast upp og svoleiðis afsökun er bara fyrir þá sem eru ekki tilbúnir að velja SIG og skilja ekkert í af hverju ekkert breytist hjá þeim.
Ef það ert þú, þá er þetta námskeið ekki fyrir þig og ég óska þér alls hins besta.
Af því að...
Þetta námskeið getur hjálpað þér svo mikið, en þú verður að vera tilbúin að stíga skrefið og nýta þér það til fulls.
Ég get nefnilega lofað þér...
Ég lofa að námskeiðið ,,Vertu þú" mun breyta lífi þínu til hins betra ef þú vinnur samviskulega námskeiðið í þessar 12 vikur.
Ég lofa að þú hefur stuðning minn allan tímann, hvort sem er í gegnum einkaskilaboð, á vikulega fundinum okkar eða inn í samfélaginu þar sem námskeiðið fer fram.
Ég lofa því að það verði auðvelt að finna efnið sem er fyrir hverja viku og ég lofa að drekkja þér ekki í vinnu, (hámark 30 mín á dag).
Ég lofa því að þú verður komin með betra sjálfstraust og hærra sjálfsmat, ef þú ert tilbúin að velja þig og vera með mér í þessu námskeiði í þessar 12 vikur.
Eftir nokkrar vikur, nánar tiltekið 1.desember getur þú verið ennþá þar sem þú ert í dag.
Eða þú getur verið komin
á mun betri stað!
Tækifærið til að standa með þér og velja þig er núna. Það hefur aldrei verið betri tími. Og þetta tækifæri varir ekki að eilífu.
Þinn tími er núna. Það er komið að þér!
Ímyndaðu þér að strax eftir aðeins nokkrar vikur finnurðu meira sjálfstraust og sérð virði þitt betur og ert þegar búin að taka þó nokkur skref í áttina að mun betri lífi af því að þú ákvaðst að fjárfesta í þér, gefa þér það sem þú átt skilið!
Þær sem hafa tekið þátt hafa talað um að finna breytingu á líðan sinni strax eftir aðeins 3-4 vikur á námskeiðinu.
Ég trúi því að allt sé hægt ef viljinn er fyrir hendi og allir geti verið þeir sjálfir, hafi trú á sér og geti staðið með sér og eftir þessar 12 vikur saman, muntu sjá það sjálf líka.
Ég vona að þú ákveðir að þora að vera þú og verðir með mér á námskeiðinu.
Kærleikur til þín
Björk Ben
Þórdís
Ég get mælt með námskeiðinu Vertu þú – þorðu að vera þú. Það setti margt í lífinu í nýtt samhengi.
Þorgerður
Ég hef lært að ég má setja mörk og ég má segja nei. Ég má taka pláss. Ég á vera ég sjálf og ég hef leyft mér að vera ég sjálf.
Salbjörg Júlía
Èg hef öðlast meiri innri ró og er rólegri í óvæntum aðstæðum. Èg les betur fólk í kringum mig og set skýrari mörk í samskiptum. Èg er öruggari með sjálfa mig og sjálfstraust hefur lagast.
María
Þetta námskeið hefur hjálpað mér mjög mikið að horfa meira inná við og standa með sjálfri mér og segja nei og finn að ég er að tileinka mér mun meiri jákvæðni inn í líf mitt.
Algengar spurningar og svör
Hvar og hvernig fer námskeiðið fram?
Námskeiðið er 12 vikna netnámskeið og fer fram á lokuðu samfélagi Björk Ben inn á Mighty Networks sem er vefsvæði sem svipar til Facebook en er án auglýsinga. Á hverjum laugardegi finnur þú nýtt efni sem þú vinnur með þá vikuna eða fram að næsta laugardegi. Efnið getur verið video, hljóðupptaka, texti eða annað aðgengilegt efni sem þú þarft að tileinka þér og vinna svo æfingar eða verkefni út frá. Efnið er aðgengilegt þar til námskeiðinu lýkur, svo þú getur alltaf skoðað það aftur. Einu sinni í viku er svo stuðningstími í beinni, þar sem ég svara spurningum frá nemendum, hvort sem þeir hafa sent mér spurningar fyrir fundinn eða koma með þær á fundinum sjálfum.
Er mikilvægt að vinna æfingarnar/verkefnin á hverjum degi?
Það er ekki hægt að vinna sjálfsvinnu eða breyta líðan mans til frambúðar nema að vinna sjálfur þá vinnu. Að gera þessar æfingar/verkefni er einmitt lykilatriðið í að eitthvað breytist innra með þér. Ca. 10 til 30 mín. á dag er allt sem þú þarft.
Ég hef þegar verið í sjálfsvinnu og tel mig á góðum stað, er þetta námskeið samt fyrir mig?
Já, sjálfsvinnu er aldrei lokið og ef þú finnur að það kallar á þig að taka þátt í námskeiðinu, er líklegt að þetta sé akkúrat þitt næsta skref. Maður lærir alltaf eitthvað nýtt á námskeiði sem þessu, sem nýtist manni áfram í lífinu.
Ég hef oft farið á sjálfshjálparnámskeið en einhvern veginn næ ég ekki að tileinka mér efnið, af hverju er þetta eitthvað öðrvísi?
Ég þekki þetta sjálf, sótti námskeið eftir námskeið en gerði aldrei sjálfa vinnuna. Það er mjög slítandi og mér fannst ég vera að svíkja mig og var með enn eitt samviskubitið. Lausnin á þessu er að vera með réttan stuðning og nýta hann. Ég lofa að ég veiti þér mikinn og góðan stuðning allan tímann á þessu námskeiði og ýti við þér og minni þig á að vinna verkefnin.
Hvernig stuðning fæ ég á meðan á námskeiðinu stendur?
Þú getur sett inn spurningu á samfélagið sem allir geta svarað, bæði ég og aðrir nemendur, þannig hjálpumst við að, að skilja betur og fara yfir efnið og allir læra eitthvað af því. Svo getur þú líka sent mér einkaskilaboð eða tölvupóst, sem ég svara eins fljótt og ég get.